Nú fer að styttast í brottförina 15.Júlí 2011. Tilhlökkunin í algjöru hámarki, þó svo að orðaforðin minn í spænsku sé vægast sagt lélegur. ég kann jú að telja upp í 10 með góðu móti og um 50 orð : /
Undirbúnings námskeiðið (sem var einhverja helgina) var algjör snild, kom manni virkilega vel inn í hlutina og hristi upp í hópnum. Ég er nú ekki enþá farin að fatta það að ég sé að fara til Costa Rica í heilt ÁR. Þetta verður fokk mikið sjokk þegar ég loksins fatta það, en það er ekki komið en svo nú er bara tilhlökkun.
ATHUGIÐ: þetta á ekki að vera nein lokaritgerð heldur aðeins hugrenningar mínar í sambandi við þessa för og því vil ég biðja ykkur kæru lesendur að búast ekki við neinni orðsnild eða rökfærslum og vinsamlegast að láta stafsetningarvillurnar mínar vera.
-Kristín ósk
No comments:
Post a Comment