Nú er ég komin með svar frá AFS um að ég sé komin með fjölskyldu og upplýsingar um fjölskylduna, megnið vissi ég nú reyndar. þau eiga jú hund, en það var það eina sem var í bréfinu sem ég vissi nú þegar. Ég hef verið í góðu sambandi við fjölskylduna að undanförnu og líst bara betur og betur á hana. Spænsku kunnáttan mín er að vísu ekki í alveg jafn góðum málum... Þetta er búið að vera endalaus pappírs vinna, ég er því í fyrsta sinn á ævinni að kunna fyllilega að meta það að vera ekki orðin sjálfráða því þá falla flestar undirskriftir og alt pappírs snatt á þau gömlu. En nú eru upplýsingarnar um flugið loksins komnar. Ég flýg frá keflavík kl.17:00 að æislenskum tíma þann 14.júlí, lendi fyrst í New york (JFK airport) um 7pm að staðartíma. gisti þar um nóttina og flýg svo til flórída nánar tiltekið Orlando klukkan 6 am og svo þaðan til San Jóse CRC og ætti að lenda þar klukkan 11:09 á costa Rica tíma, átta mig ekk á tíma mismuninum svo ég veit ekki alveg hvort það er am eða pm, en það er líka bara gaman að það sé ekki alt svaka fyrirsjáanlegt. Ég veit samt ekki alveg hvort ég fari strax á komunámskeiðið eða hitti fjölskylduna á milli. Nú er spenningurinn að verða eins og hjá litlum krakka að bíða eftir jólunum. er samt ekki alveg að meika að tilhugsunia um að kveðja stelpurnar sérstaklega þegar skype tekur upp á því að vera með leiðindi, en fokk it þetta reddast. í versta falli yrði maður að skrifa bréf og fá svar sex vikum seinna, næs. ég er búin að skype-ast svo mikið við fjölskylduna að undanförnu að þessi litli bakgrunns blettur af eldhús stólunum sem webcamið koverar er bara að verða nokkuð heimilislegur.
hér er mynd af kjirkjunni í grecia sem er bara nokkuð fræg. hún er alfarið úr járni og
er mjög modern að miðað við að vera byggð á 17.öld. en mér fannst
viðeigandi að skella þessarimynd inn þar sem um 90 % Ticosa
(costa Rica búa) eru strangtrúaðir kaþólikar.
Einnig bennti litli bró mér á alveg ágæta kosta ríska hljómsveit. það er pínu skrýtið að skilja ekki textan. þetta verður að teljast nokkuð venjulegt að miðað við það sem ég var búin að búa mig undir eingir þjóðbúningar
Í gær eftir að hafa hent í þetta blogg fer ég á facebook og sé að það hefur einhver Costa Rica gaur sent mér "friend request". ég fer eitthvaðð að spjalla við hann á chattinu og segist vera nýi bróðir minn. :D Hef ekkert heyrt frá AFS enþá en það hýtur að fara að koma.
Fjölskyldan samanstendur af mömmu, pabba , 22 ára systur, 19 ára bróður (sá sem addaði mér á facebook) og þrettán ára bróður. Þau búa í Grecia, í Alajuela héraði. Grecia er um 50 km frá höfuðborgini San Jóse. Meðal hitastigið þar yfir árið er um 25 stig. Vá þetta verður snild.
hér er fjölskyldan + skiptineminn sem var hjá þeim í fyrra
(vona að þau drepi mig ekki fyrir að stja þetta hérna inn)
Nú fer að styttast í brottförina 15.Júlí 2011. Tilhlökkunin í algjöru hámarki, þó svo að orðaforðin minn í spænsku sé vægast sagt lélegur. ég kann jú að telja upp í 10 með góðu móti og um 50 orð : / Undirbúnings námskeiðið (sem var einhverja helgina) var algjör snild, kom manni virkilega vel inn í hlutina og hristi upp í hópnum. Ég er nú ekki enþá farin að fatta það að ég sé að fara til Costa Rica í heilt ÁR. Þetta verður fokk mikið sjokk þegar ég loksins fatta það, en það er ekki komið en svo nú er bara tilhlökkun.
ATHUGIÐ: þetta á ekki að vera nein lokaritgerð heldur aðeins hugrenningar mínar í sambandi við þessa för og því vil ég biðja ykkur kæru lesendur að búast ekki við neinni orðsnild eða rökfærslum og vinsamlegast að láta stafsetningarvillurnar mínar vera.